Informazioni sul lavoro
Hugbúnaðarsérfræðingur
InternetJobs Kópavogur, Islanda 159 Giorni Fa

Vista generale
Tipo di occupazione: Tempo pieno
Durata:
Gamma salariale: € per accordo - Al mese
Vacanza dal campo: Computer
per specialisti: Fornitori di software
Pubblicato: 2024-01-22
Cap:
Requisiti
Istruzione minima: Università
Esperienza minima: 3 anni
Genere: Non importa
Età: Da - A
Visto di lavoro: Passaporto europeo
Stato lavoro
Inizio Publishing: 2024-01-22
Arresto Publishing: 2024-07-22
Posti liberi: 1
Numero di visualizzazioni: 425
Passi successivi: inviamo curriculum

Contatti il datore di lavoro è disponibile solo per gli utenti autorizzati: Accedi & Registrazione

Informazioni sul datore di lavoro InternetJobs Kópavogur, Islanda
Share on Google+ Friend Feed Share on Blog Linkedid MySpace Twitter Yahoo Share on Digg Share on facebook
Paese: Islanda
Descrizione

Hugbúnaðarlausnir Íslandsbanka leita að öflugum og metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi í fjölbreytt starf í spennandi starfsumhverfi.

Við myndum sterka liðsheild sem tekst á við krefjandi áskoranir og vinnum þétt með viðskiptaeiningum, stoðeiningum og öðrum hagsmunaaðilum, með það markmið að búa til framúrskarandi lausnir fyrir viðskiptavini og starfsmenn bankans.

Teymin okkar vinna eftir agile aðferðafræðum í notendamiðaðri vöruþróun með það að leiðarljósi að skila raunverulegu virði snemma, hratt og oft. Við bjóðum uppá nútímalegt tækniumhverfi þar sem við leggjum áherslu á gæði lausna og sjálfvirknivæðingu ferla.

Starfið er í vöruteymi Samstæðulausna. Hlutverk teymissins er sala og þjónusta við viðskiptavini Íslandsbanka, sjálfvirknivæðing ferla fyrir viðskiptavini og starfsmenn, þekkja viðskiptavini og geta boðið upp á réttar vörur.

Helstu verkefni
Samþætting gagna við CRM, Adobe og Genesys.
Greining, hönnun, nýþróun og bestun hugbúnaðar.
Sjálfvirknivæðing hugbúnaðarferla, afhendinga, prófana og reksturs.
Önnur verkefni eftir samkomulagi.
Hæfniskröfur
Góð enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli.
Marktæk reynsla og þekking af hugbúnaðarþróun.
Geta til að læra á nýja tækni og forritunarmál, úrlausn vandamála og greiningarhæfni.
Lipurð í mannlegum samskiptum, frumkvæði og drifkraftur.
Reynsla af GIT, MS SQL, .NET Core/C#.
Þekking og reynsla af Docker, Angular eða React og OAuth er kostur.

 

Hjá Íslandsbanka starfa um 700 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.




Lavoro per città Ordina per

Lavoro per regione Ordina per

Offerte di lavoro per Specialità
Applica ora